28. mars 2011 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Sýrustig sjávar í Eyjafirði mældist ekki hærra

Sjór Mynd, sem var tekin um helgina, af affallsröri þar sem hið mengaða vatn rann út.
Sjór Mynd, sem var tekin um helgina, af affallsröri þar sem hið mengaða vatn rann út.
Mælingar Matís á sjónum við aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi við Akureyri um helgina sýndu að sýrustig sjávar er eðlilegt.
Mælingar Matís á sjónum við aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi við Akureyri um helgina sýndu að sýrustig sjávar er eðlilegt. Í tilkynningu sem Becromal sendi frá sér kemur fram að Matís hafi tekið þátt í að safna sex sýnum úr sjó og tveimur úr affalli verksmiðjunnar á laugardagsmorgun. Þrenns konar mælingar voru gerðar, á sýrustigi (pH gildi), uppleystum efnum og svifögnum. Sýrustig mældist á bilinu 7,95 til 8,60. „Sýrustig sjávar er á bilinu 7,50 til 8,40 og liggja mæligildin í þessari rannsókn á þessu bili,“ segir í niðurstöðum Matís.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.