Kærði verkfallsverði og lögreglu Nokkrar kærur voru lagðar framí Flugstöðinni, vegna framgöngu verkfallsvarða og aðgerðarleysis lögreglu. Ein þeirra sem kærðu var Helga Hannesdóttir.

Kærði verkfallsverði og lögreglu Nokkrar kærur voru lagðar framí Flugstöðinni, vegna framgöngu verkfallsvarða og aðgerðarleysis lögreglu. Ein þeirra sem kærðu var Helga Hannesdóttir. "Ég lagði fram kæru vegna þess að mér var meinað að ganga í gegnum vegabréfaskoðun og tollskoðun, " sagði hún.

Helga sagðist vera undrandi á þessum aðgerðum og þó ekki síður aðgerðaleysi lögreglu. "Hvorki lögregla né útlendingaeftirlit aðstoðuðu opinbera starfsmenn til að gegna skyldustörfum sínum og þeir aðstoðuðu fólk ekki við að komast leiðar sinnar. Verkfallsverðirnir hindruðu ekki innritun farþega, heldur tolleftirlit. Þetta lýsir algjöru ábyrgðarleysi lögreglu, tollvarða og Flugleiða líka. Lögreglan var greinilega á sveif með verkfalls vörðunum og neitaði að gera nokkuð fyrr en kom til handalögmála. Mín kæra beinist gegn bæði lögreglu og verkfallsvörðum," sagði Helga Hannesdóttir.

Morgunblaðið/Emilía

Helga Hannesdóttir