Pólland: Að minnsta kosti sjö leiðtogar Samstöðu handteknir Starfsmenn Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk hefja setuverkfall Varsjá, Gdansk, Reuter.

Pólland: Að minnsta kosti sjö leiðtogar Samstöðu handteknir Starfsmenn Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk hefja setuverkfall Varsjá, Gdansk, Reuter.

PÓLSKA lögreglan handtók að minnsta kosti sjö leiðtoga Samstöðu, hinna óháðu verkalýðsfélaga, í gær eftir að þúsundir starfsmanna Lenín-skipasmíða stöðvarinnar í Gdansk, þar sem Samstaða var stofnuð, höfðu lagt niður vinnu. Starfsmenn raf eindaverksmiðju í suð-vestur Póllandi fóru einnig í verkfall í nokkrar klukkustundir í gær en hófu störf að nýju þegar stjórnendur fyrirtækisins lofuðu að ganga að kröfum þeirra.

Andófsmenn í Póllandi segja að í það minnsta sjö leiðtogar frá ýmsum borgum Póllands, þar á meðal Varsjá og Gdansk, hafi verið handteknir í gær. Þeir hafi allir verið í framkvæmdanefnd Samstöðu og aðrir nefndarmenn, fimm talsins, hafi farið í felur til að komast hjá handtöku.

Næstum 3.000 starfsmenn Lenín skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk tóku stöðina á sitt vald á hádegi í gær. Starfsmennirnir sungu bar áttusöngva og sveipuðu fána yfir aðalinngang skipasmíðastöðvarinnar, þar sem á stóð: "setuverkfall." 3.700 starfsmenn raftækjaverk smiðju í Wrocklow-borg, sem hefur verið eitt af höfuðvígjum Samstöðu, fóru einnig í verkfall í nokkrar klukkustundir í gær, en hófu störf að nýju eftir að stjórnendur verksmiðjunnar höfðu lofað að ganga að kröfum þeirra um launahækkun.

Lech Walesa hvatti stuðningsmenn Samstöðu á hátíðisdegi verkalýðsins til þess að grípa til áhrifaríkra aðgerða til að styðja 16.000 verkfallsmenn í pólskum stálverum. Walesa er rafvirki í Lenín-skipa smíðastöðinni en tók veikindafrí í gær. Hann kom að aðalinngangi stöðvarinnar þegar verkfallið hófst og sagði við verkfallsmennina að hann myndi styðja þá þótt hann gæti ekki gengið til liðs við þá. Hann sagði að hans væri þörf til að samstilla aðgerðir Samstöðu um allt land.

Sjá ennfremur frétt á bls. 32.

Reuter

Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, gefur sigurmerki með fingrunum við Lenín-skipasmíðastöðina í Gdansk, þar sem þúsundir starfsmanna lögðu niður vinnu í gær. Samstaða var stofnuð í kjölfar verkfalla í skipasmíðastöðinni árið 1980.