Iðnaðarráðherra á fundi á Neskaupstað: Raforkuverð lækkar er líður á árið Neskaupstað.

Iðnaðarráðherra á fundi á Neskaupstað: Raforkuverð lækkar er líður á árið Neskaupstað.

FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra og Guðrúnu Zo¨ega aðstoðar manður hans voru fyrir nokkru gestir á fyrsta fundi í fundaröð sem kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi gengst fyrir.

Í framsöguræðu sinni kom ráðherra víða við og ræddi meðal annars orkuverð og orkudreifingu og kom fram í máli hans að verð á raforku til húshitunar hefði aldrei verið lægra og stefndi í að það lækkaði enn er liði á árið þar sem ekki væri gert ráð fyrir neinni hækkun á því þrátt fyrir þær verðlags- og kauphækkanir sem fyrirsjáanlegar væru.

Í máli Guðrúnar kom m.a. fram, að innflutningur á eldsneyti hefði dregist saman frá því að vera um 16% af heildarinnflutningi landsmanna árið 1981 niður í um 8% 1987.

Margir fundarmanna tóku til máls. Meðal þeirra var Davíð Baldursson sóknarprestur á Esikfirði, sem spurði ráðherra hver yrði framvindan í málum kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Um kísilmálmverksmiðjuna sagði ráðherra að arðsemisútreikningar sýndu að bygging hennar og rekstur borguðu sig ekki og væri ekki fyrirsjáanlegt að svo yrði í næstu framtíð en málinu yrði haldið vakandi því fyrir lægi mikil undirbúningsvinna vegna verksmiðjunnar.

Í máli Ásgeirs Magnússonar bæjarstjóra kom fram að hann vill leggja skatt á hitaveitu Reykjavíkur og jafna þannig orkuverð í landinu. Þá hélt hann því fram að Norðfirðingar borguðu hæsta söluskatt allra landsmanna þar sem söluskattur væri lagður á flutningskostnað og fjarlægðirnar miklar hingað austur frá Reykjavík. Ásgeir spurði ráðherra hvort hann hefði í hyggju að jafna til fulls orkuverð í landinu. Í svari Friðriks kom fram að hann væri á móti því að jafna orkuverðið til fulls því það drægi úr þeirri viðleitni manna að leita eftir hagkvæmustu kostunum í orkuöflun. Þá lýsti hann sig andvígan skattlagningu á heita vatnið í Reykjavík.

Margir fleiri fundarmenn tóku til máls, meðal annarra Egill Jónsson alþingismaður, Hrafnkell Jónsson varaþingmaður, og Albert Einarsson skólameistari. Fundarstjóri var Hjörvar O. Jensson.

Ágúst

Morgunblaðið/Ágúst Blöndal

Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra í ræðustóli. Við hlið hans eru Guðrún Zo¨ega og Hjörvar O. Jensson fundarstjóri.