Afgreiðsla bjórfrumvarpsins í Neðri deild: Námsstjóri og fulltrúi í Áfengisvarnarnefnd sögðu starfi sínu lausu TVEIR opinberir starfsmenn, Ingólfur Guðmundsson, námsstjóri í fræðslu um ávana- og fíkniefni í Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins og...

Afgreiðsla bjórfrumvarpsins í Neðri deild: Námsstjóri og fulltrúi í Áfengisvarnarnefnd sögðu starfi sínu lausu

TVEIR opinberir starfsmenn, Ingólfur Guðmundsson, námsstjóri í fræðslu um ávana- og fíkniefni í Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins og Árni Einarsson, fulltrúi hjá Áfengisvarnarráði, hafa sagt upp störfum sínum í kjölfar atkvæðagreiðslu Neðri deildar Alþingis um bjórfrumvarpið. Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir uppsögn sinni væri fyrst og fremst sú óskammfeilni og tvískinnungur sem fram kæmi í afstöðu þeirra þingmanna, sem væru fylgjandi bjórnum, en hefðu jafnframt samþykkt ákvæði frumvarpsins um áframhaldandi áfengisvarnarfræðslu.

Þeir Ingólfur og Árni hafa ritað opið bréf til ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála og menntamála þarsem segir meðal annars að afstaða meirihluta þingmanna Neðri deildar Alþingis við afgreiðslu bjórfrumvarpsins sé mikið áfall fyrir fræðsluog upplýsingastefnuna í áfengis- og fíkniefnamálum og að með þessu hafi ráðherrarnir og fleiri þingmenn komið slíku óorði á fræðslu sem leið í forvarnarstarfi að hún sé rúin trausti. Því telji þeir sér ekki fært að sinna störfum sínum áfram.

Sjá á bls. 28 opið bréf þeirra Ingólfs og Árna til ráðherra.