7. júní 2011 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Arna Sif fer til Aalborg DH

Arna Sif Pálsdóttir
Arna Sif Pálsdóttir
Danska úrvalsdeildarliðið Aalborg DH staðfesti í gær að íslenska landsliðskonan í handknattleik, Arna Sif Pálsdóttir, gengur til liðs við félagið á næstu dögum og leikur með því a.m.k. á næsta keppnistímabili.
Danska úrvalsdeildarliðið Aalborg DH staðfesti í gær að íslenska landsliðskonan í handknattleik, Arna Sif Pálsdóttir, gengur til liðs við félagið á næstu dögum og leikur með því a.m.k. á næsta keppnistímabili. Þetta verður þriðja liðið sem hún leikur með í Danmörku á þremur árum, en á nýliðinni leiktíð lék Arna Sif með Team Esberg og veturinn á undan með Horsens HK.

Allan Heine, þjálfari Aalborg DH, segist í samtali við hbold.dk vera í sjöunda himni með að hafa fengið Örnu Sif til liðsins. Hún sé mikill dugnaðarforkur við æfingar, leggi sig alltaf fram í leikjum og eigi eftir að falla fullkomlega að leik liðsins. iben@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.