Laugardagskvöld 18. júní Það er alltaf hægt að gleðjast yfir bæði norrænu samstarfi og fríum tónleikum og á Bakkusi sameinast þetta tvennt um helgina.
Laugardagskvöld 18. júní

Það er alltaf hægt að gleðjast yfir bæði norrænu samstarfi og fríum tónleikum og á Bakkusi sameinast þetta tvennt um helgina. Tónlistarmenn á vegum finnsku jaðarútgáfunnar Fonal Records eru á tónleikaferðalagi um Norðurlöndin um þessar mundir og staldra líka við á Íslandi. Tónleikarnir verða laugardagskvöldið 18. júní, hefjast þeir klukkan 20 og er frítt inn. Fonal verður með plötusölu og stuðningsbauk á staðnum. Heimsókn Fonal Records til Íslands er styrkt af Kimi Records, sendiráði Finnlands, Bakkus-bar og Nokia.