Marsibil Sigurðardóttir ­ Minning Fædd 6. júlí 1914 Dáin 17. apríl 1988 Billa er dáin! Ég hef misst kæra vinkonu og næstum móður, Marsibil Sigurðardóttur frá Grund í Höfðahverfi. Minningarnar streyma fram og það er erfitt að vera svona langt í burtu.

Við kynntumst næstum af hreinni tilviljun. Þá var ég tæplega þrettán ára og örlögin réðu því, að ég hafnaði á Grund, sem heimilisaðstoð eða "litla ráðskonan með stóra rassinn". Ég á einungis góðar endurminningar frá Grund. Þarvar ávallt glatt á hjalla og gestkvæmt mjög. Billa naut þess að hafa heimilið hreint og búrið fyllt með kræsingum því lengi var voná einum. Snemma var mér sýnt það mikla traust að fá að elda og baka ofan í mannskapinn. Það gekk nú á ýmsu en Billa sýndi mér mikla þolinmæði. Hver man t.d. ekki eftir "eldkássunni miklu", sem varð til er ég missti piparbauk inn ofan í gúllasið? En því var tekið með stóískri ró og gert góðlátlegt grín að sunnlendingnum sem hvorki þekkti til bekkjarýju né sperðla. Ég tók strax miklu ástfóstri við Billu og leit á hana sem mína aðra móður. Ég er mjög þakklát fyrir þau 20 ár sem ég hef notið vináttu hennar og fjölskyldunnar frá Grund.

Elsku Helgi og fjölskylda. Ég samhryggist ykkur innilega. Billa hefur nú fengið hvíld sem hún þráði svo lengi og hvílir nú í faðmi þeirra ástvina sinna sem farnir voru á undan henni.

Hvíl, því þraut er búin

burt með hryggð og tár.

Launað, traust og trúin

talið sérhvert ár.

Fögrum vinafundi

friðarsunna skín,

hlý að hinsta blundi

helgast minning þín.

(Magnús Markússon)

Ástarþakkir fyrir allt.

Ella