Eyjólfur Snæbjörnsson Við kveðjum elskulegan afa okkar, Eyjólf Snæbjörnsson, í dag. Afa sem við söknum svo innilega. Allar minningar um hann eru svo ljúfar, þegar við hugsum til baka til allra góðu áranna sem við áttum með honum þá kemur í huga okkar Úlfljótsvatn, þar eyddum við miklum tíma með ömmu og afa, í leik og söng með skátum. Við viljum kveðja hann afa með okkar uppáhaldssöng sem þau kenndu okkur, og var alltaf sunginn við lok hverrar dvalar á Úlfljótsvatni.

Undraland við Úlfljótsvatnið blátt,

enginn gleymir þínum töframátt.

Inn við eyjar, út við sund

öldur hjala um æskudrauma grund.

Loftið fyllist ljúfum unaðsóm,

lækir falla og léttum kveða róm.

Engum gleymist undranátt

við Úlfljótsvatnið blátt.

Þessi söngur mun alltaf minna á hann afa sem okkur var svo mikilsvirði. Við biðjum góðan Guð að geyma afa og styðja hana ömmu og langömmu í þeirra sáru sorg.

María Edith og Stefán Örn