— Morgunblaðið/Kristinn
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigurður Atli Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri MP-banka, en greint var frá þessu í gær. Sigurður Jónsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ALTA-verðbréfa frá árinu 2004, þegar fyrirtækið var stofnað.

Sigurður Atli Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri MP-banka, en greint var frá þessu í gær. Sigurður Jónsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ALTA-verðbréfa frá árinu 2004, þegar fyrirtækið var stofnað. Ferill Sigurðar á fjármálamarkaði hófst 1994, þegar hann réð sig til starfa hjá Landsbréfum. Samhliða ráðningu Sigurðar Atla sem forstjóra MP-banka tekur bankinn fyrirtækið yfir, en ALFA-verðbréf hafa veitt þjónustu í samstarfi við svissneska bankann Credit Suisse hér á landi. Meðal viðskiptavina ALFA eru fagfjárfestar og lífeyrissjóðir, en félagið er í dag með um 15 milljarða króna í eignastýringu. Kaupverð í viðskiptunum er sagt trúnaðarmál, en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins.

„Það er öflugur hópur viðskiptavina sem nýtir sér þjónustu ALFA-verðbréfa og starfsemi félagsins fellur mjög vel að rekstri MP-banka. Bankinn stendur nú á þremur meginstoðum og er í sóknarhug. Hann er viðskiptabanki, fjárfestingabanki og býður nú einnig stærstu fjárfestum landsins, erlendum fjárfestum og öðrum viðskiptavinum upp á eignastýringu og sérbankaþjónustu,“ er haft eftir nýjum forstjóra MP-banka.

ALFA-verðbréf hafa ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Sé hins vegar litið til ársreiknings félagsins fyrir árið 2009 má sjá að 15 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins. Brynjólfur Baldursson tekur nú við af Sigurði sem framkvæmdastjóri ALFA, en Brynjólfur átti helmingshlut í fyrirtækinu á móti Sigurði, samkvæmt ársreikningi 2009. thg@mbl.is