Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik, staðfesti við Morgunblaðið í gær að félagið væri að fá til sín örvhenta skyttu frá Svartfjallalandi. Nemanja Malovic heitir leikmaðurinn sem er aðeins tvítugur.
Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik, staðfesti við Morgunblaðið í gær að félagið væri að fá til sín örvhenta skyttu frá Svartfjallalandi. Nemanja Malovic heitir leikmaðurinn sem er aðeins tvítugur. Hann spilaði síðast með króatíska liðinu Medjemurje og hefur verið viðriðinn yngri landslið Svartfjallalands.

Aron sagði að þetta væri sú staða sem hefði þurft að styrkja fyrir tímabilið. „Við fengum hann á reynslu og hann ætti að geta styrkt okkur, sérstaklega þegar líða tekur á tímabilið.“ Samkvæmt fjölmiðlum ytra hefur Malovic þegar skrifað undir eins árs samning með möguleika á ári í viðbót ef báðum aðilum hugnast svo.

omt@mbl.is