— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nokkrir Fjallabræður tóku sig saman í gærkvöldi til aðstoðar tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundsyni, Mugison, en í gær komu sex þúsund eintök af plötu hans, Haglél, til landsins.

Nokkrir Fjallabræður tóku sig saman í gærkvöldi til aðstoðar tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundsyni, Mugison, en í gær komu sex þúsund eintök af plötu hans, Haglél, til landsins. Sátu þeir saman, sungu og föndruðu umslög til þess að hægt yrði að koma plötunum sem fyrst í verslanir.

Annars er það að frétta af Mugison að hann hlaut flestar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þetta árið, alls sex, en þær voru kynntar í gær. Mugison er tilnefndur í flokkunum plata ársins, lagahöfundur ársins, textahöfundur ársins, lag ársins, söngvari ársins og flytjandi ársins. 63