Heimalningur Sóley ætlar að spila í heimabænum sínum Hafnarfirði.
Heimalningur Sóley ætlar að spila í heimabænum sínum Hafnarfirði. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði fór af stað síðasta laugardag með pomp og prakt þegar Hellvar lék lög af nýrri órafmagnaðri plötu sinni.
Tónleikaröð Súfistans í Hafnarfirði fór af stað síðasta laugardag með pomp og prakt þegar Hellvar lék lög af nýrri órafmagnaðri plötu sinni. Í dag um hádegisbil mun hún Sóley stíga á svið og leika nokkur angurvær lög af plötu sinni We Sink en Sóley er Hafnfirðingur í húð og hár. Sóley er að klára tónleikaferð erlendis nú í vikunni og ætlar að ljúka því renniríi með tónleikum í heimabænum. We Sink hefur fengið framúrskarandi dóma í fjölmiðlum, innanlands sem utan.