Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 5. desember lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni félagsins, þar sem raðað var saman í sveitir efsta og neðsta pari Siglufjarðarmótsins í tvímenningi, næstefsta og næstneðsta pari o.s.frv., alls níu sveitir.

Bridsfélag Siglufjarðar

Mánudaginn 5. desember lauk þriggja kvölda hraðsveitakeppni félagsins, þar sem raðað var saman í sveitir efsta og neðsta pari Siglufjarðarmótsins í tvímenningi, næstefsta og næstneðsta pari o.s.frv., alls níu sveitir.

Úrslit urðu þau eftir jafna og harða keppni, að sveit Kristínar Bogadóttur bar sigur úr býtum með 1.389 stig. Í sveit Kristínar spiluðu auk hennar Guðrún J. Ólafsdóttir, Hreinn Magnússon og Friðfinnur Hauksson.

Í öðru sæti varð sveit Önnu Láru Hertervig og í þriðja sæti sveit Sólrúnar Júlíusdóttur.

Mánudaginn 12. desember var hin árlega bæjarhlutakeppni, suðurbær – norðurbær, haldin, þar sem Aðalgata markar bæjarhlutana.

Nú varð sú breyting á í fyrsta skipti að Dalvíkingar og Ólafsfirðingar bættust í hópinn, þannig að Dalvíkingar spiluðu með suðurbæingum, þar sem Dalvík liggur sunnar en Ólafsfjörður, og Ólafsfirðingar því með norðurbæingum.

Héldu menn nú að breyting væri í vændum, sérstaklega vegna þess, að í nóvember flutti Ólafur formaður með fjölskyldu sína norður fyrir Aðalgötu og ekki nóg með það, heldur gerðist hann foringi þeirra norðanmanna.

En allt fór sem fyrr; suðurbæingar völtuðu yfir norðurbæingana eins og venjulega og sigruðu með 324 stigum gegn 176, en norðanmenn töpuðu öllum fimm lotunum. Ólafur formaður mun víst ekki verða endurráðinn.

Baráttan um bronsstigameistarann er nú komin á fullt, en á lokahófi

félagsins er sigurvegaranum sýndur mikill sómi.

Staða efstu spilara er nú þessi:

Ólafur Jónsson og Guðlaug Márusd. 118

Anton Sigurbjss. og Bogi Sigurbjss. 90

Björn Ólafsson 87

Þorsteinn Jóhanness. og Birgir Björnss. 85

Miðvikudaginn 28. desember fer fram hið árlega Bennamót, en mótið er spilað í minningu látins félaga, Benedikts Sigurjónssonar, sem féll frá langt fyrir aldur fram. Léttar veitingar eru í boði stjórnar.

Mjög góð þátttaka virðist ætla að verða í mótinu, eða 22 til 24 pör.

Chile vann deildakeppni Bridsfélags Reykjavíkur

Deildakeppni BR 2011 er lokið.

Lokastaðan í 1 deild:

Chile 421 stig

Málning 412 stig

Sparisjóður Siglufjarðar 403 stig

Lokastaðan í 2 deild.

Jón Bjarki Stefánsson 358 stig

Bergur 355 stig

Íslenskt grænmeti 351 Stig

Logoflex 351 Stig

Næst er jólasveinamót BR og þá skulu allir mæta með jólasveinahúfu.

Jólamót BR verður haldið 30. des. 2011 í Valsheimilinu og byrjar kl. 17 Skráning í mótið er meðal annars á netfangi BR @bridge.is.

Tólf borð í Gullsmára

Spilað var á 12 borðum í Gullsmára mánudaginn 12. desember.

Úrslit í N/S

Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 199

Guðrún Gestsd. - Lilja Kristjánsd. 186

Ragnh. Gunnarsd. - Þorleifur Þórarinss. 186

Leifur Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 184

A/V

Ármann J. Lárusson - Guðl. Nielsen 208

Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 204

Haukur Guðbjartsson - Jón Jóhannsson 204

Gunnar M. Hansson - Einar Kristinsson 184

Spilamennsku fyrir jól lýkur mánudaginn 19. desember og verður þá boðið upp á jólakaffi.

Eldri borgarar Hafnarfirði

Þriðjudaginn 13. desember var spilað á 21 borði hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði,

með eftirfarandi úrslitum í N/S.

Ragnar Björnss. – Ásgr. Aðalsteinss. 416

Ólafur B. Theodórs – Haukur Leósson 370

Stígur Herlufsen – Sigurður Herlufsen 355

Sigurður Emilsson – Sigurður Njálsson 353

Pétur Antonsson – Örn Einarsson 346

A/V.

Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 391

Auðunn Guðmss. – Hlynur Antonsson 370

Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 365

Kristín Jóhannsd. – Finnbogi Gunnarss. 356

Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 355

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, mánudaginn 12. desember. Spilað var á 16 borðum. Meðalskor: 312 stig. Árangur N-S:

Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 396

Valdimar Ásmundss. – Björn Péturss. 373

Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 349

Gróa Þorgeirsd. – Kristín Óskarsd. 345

Árangur A-V:

Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 408

Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 347

Magnús Jóhannss. – Jón Hákon Jónss. 344

Ólafur Kristinss. – Vilhj. Vilhjálmss. 343