5. janúar 2012 | Finnur.is | 223 orð | 9 myndir

Leikkonan

Hanna María Karlsdóttir

15 hlutir sem þú vissir ekki um mig

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gestir Leikfélags Akureyrar eiga eflaust von á góðu á laugardag, en þá verður frumsýnt verkið Gyllti drekinn eftir Roland Schimmelpfennig.
Gestir Leikfélags Akureyrar eiga eflaust von á góðu á laugardag, en þá verður frumsýnt verkið Gyllti drekinn eftir Roland Schimmelpfennig. Verkið hlaut viðurkenningu sem besta þýska leikverkið árið 2010 og segir af dularfullum atburðum og undarlegum samskiptum fólks í og utan við kínverskan veitingastað einhvers staðar í Evrópu. Hanna María Karlsdóttir er meðal leikara í sýningunni sem Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir.

Finnur fékk Hönnu Maríu til að taka sér stutt hlé frá undirbúningi sýningarinnar og deila nokkrum litlum og léttum leyndarmálum með lesendum:

1. Ég kaupi aldrei flugelda fyrir áramótin, einungis stjörnuljós.

2. Ég er líka sjúklega hrædd við byssur.

3. Mig langar hins vegar mikið að prófa fallhlífarstökk.

4. Einu sinni gift, aldrei fráskilin.

5. Ég drakk kampavín fyrst 11 ára gömul.

6. Átti eitt sinn Ford Mustang árgerð 1968, sinnepsgulan með hvítum leðursætum.

7. Ég gef 35-40 manns skötu á Þorláksmessu árlega.

8. Ég elda líka ótrúlega góðan saltfisk í ofni.

9. Mér finnst gaman að strauja.

10. Ég synti fyrst 200 metra fimm ára gömul og var þar með skráð í Bláu bókina.

11. Ég bý í gamalli prentsmiðju.

12. Mér leiðist að kaupa föt og þoli ekki útsölur.

13. Get ekki kyngt hákarli, hvorki með né án brennivíns.

14. Ég er nánast tjónlaus bílstjóri í rúmlega 40 ár.

15. Ég var í unglingalandsliði kvenna í handbolta á sínum tíma.

ai@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.