— Ljósmynd/Börkur Kjartansson
„Það gengur ágætlega,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í gærkvöldi. Skipið var þá á leið til Vopnafjarðar með fullfermi, en aflinn fékkst austur af Þorlákshöfn. Loðnan hefur gengið hratt vestur með landinu síðustu daga.
„Það gengur ágætlega,“ sagði Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á Lundey NS, í gærkvöldi. Skipið var þá á leið til Vopnafjarðar með fullfermi, en aflinn fékkst austur af Þorlákshöfn. Loðnan hefur gengið hratt vestur með landinu síðustu daga. Arnþór segir talsvert af loðnu á ferðinni. „Þetta gengur nokkuð vel þessa dagana þegar veðrið er til friðs.“ Á myndinni er verið að dæla loðnu úr nót Faxa RE 9 yfir í Lundey fyrir helgi.