Breytingar Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Straumsvík frá árinu 2010 og mun þeim ljúka 2014.
Breytingar Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Straumsvík frá árinu 2010 og mun þeim ljúka 2014. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík en um er að ræða fjárfestingarverkefni sem ætlað er að auka afköst álversins, breyta framleiðsluferli þess og endurnýja verðmætan tækjabúnað.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík en um er að ræða fjárfestingarverkefni sem ætlað er að auka afköst álversins, breyta framleiðsluferli þess og endurnýja verðmætan tækjabúnað. Kostnaður vegna þessa verkefnis er umtalsverður, tæpir 60 milljarðar króna.

„Þetta eru í raun þrjú atriði; Að breyta aðveitustöðinni, hækka strauminn í núverandi kerskálum og breyta framleiðslunni,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, og bætir við að þannig megi auka framleiðslugetu um 20%.

Segir hún einnig að í stað barra verði framleiddir svokallaðir boltar, sívalar stangir, sem eru mun verðmætari afurð. „Sá markaður er stækkandi í Evrópu. Þetta er flóknari framleiðsla sem krefst meiri vélbúnaðar og sérhæfingar. Við höfum staðið okkur vel í afhendingu til viðskiptavina og þeir vilja hafa okkur sem fyrsta kost. Þess vegna er okkur treyst til þess að fara yfir í þessa flóknu framleiðslu sem gefur meiri virðisauka,“ segir Rannveig.

Framkvæmdirnar, sem hófust árið 2010, eru gerðar samhliða reglulegri framleiðslu álversins og kveðst Rannveig bjartsýn á að þeim ljúki á áætlun árið 2014. „Auðvitað er vandasamt að gera þetta í verksmiðju sem er í rekstri en við erum á því að við náum að ljúka þessu á tilsettum tíma.“ khj@mbl.is