Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins, Kiel hrósar danska landsliðsmanninum Mikkel Hansen, leikmanni danska meistaraliðsins AG Köbenhavn, í hástert og segir hann einn þann besta í heiminum í dag en Kiel sækir AG Köbenhavn heim í riðlakeppni...
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins, Kiel hrósar danska landsliðsmanninum Mikkel Hansen, leikmanni danska meistaraliðsins AG Köbenhavn, í hástert og segir hann einn þann besta í heiminum í dag en Kiel sækir AG Köbenhavn heim í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum.

„Það eru margir hjá AG sem við verðum að hafa góðar gætur á, því í liðinu eru margir góðir leikmenn,“ sagði Alfreð í viðtali við tv2.dk.

„En Mikkel Hansen er frábær leikmaður og hefur síðustu mánuði verið besti leikmaður heims. Við spiluðum ekkert sérlega vel í heimaleiknum á móti AG en ég met möguleika okkar til helmings við AG,“ segir Alfreð en Kiel hafði betur í fyrri leiknum, 28:26. Kiel hefur 15 stig í efsta sæti riðilsins en AG Köbenhavn, með Íslendingana Snorra Stein Guðjónsson, Arnór Atlason, Guðjón Val Sigurðsson og Ólaf Stefánsson innanborðs, hefur 14 stig. gummih@mbl.is