Gústav Axel Gunnlaugsson á Sjávargrillinu.
Gústav Axel Gunnlaugsson á Sjávargrillinu.
Gústav Axel Gunnlaugsson, Húsvíkingur og matreiðslumaður ársins 2010, og meistarakokkurinn Lárus Gunnar Jónasson eru mennirnir bakvið Sjávargrillið.
Food & Fun-matseðillinn á Sjávargrillinu samanstendur af íslensku hráefni, fersku sjávarfangi í bland við suðurevrópska matargerð. „Þar verður að finna dýrindi á borð við gnocchi, parsillade, boulangere og ólífuolíu,“ segir Gústav. „Maturinn verður borinn fram á nútímalegan og skemmtilegan hátt eins og við erum þekktir fyrir á Sjávargrillinu.“

Öflugur gestakokkur

Gestakokkur Sjávargrillsins í ár er Mathew Kuhn. „Kuhn ræður ríkjum í eldhúsinu á veitingastaðnum DC Coast í Washington sem hefur verið einn sá allravinsælasti frá opnun fyrir 12 árum,“ bendir Gústav á.

„DC Coast er þekktur fyrir ný-ameríska matargerð í sérflokki og hefur vakið mikla athygli fyrir. Fjölmiðlar hlaða staðinn lofi, tímaritið Esquire sagði staðinn „besta nýliðann“ á sínum tíma, Gourmet magazine skellti staðnum á lista yfir bestu veitingastaði Bandaríkjanna og fagblaðið Bon Appétit setti hann á listann „Okkar uppáhalds“. Svo við á Sjávargrillinu erum fullir eftirvæntingar og ætlum að hafa gaman af Food & Fun. Þetta verður frábært,“ segir Gústav að endingu.

jonagnar@mbl.is

Matseðill

Forréttur

– Sítrusgrafin bleikja, höfuðsalat, rófumauk, gyllt rófu-vinaigrette

Milliréttur

– Steiktur leturhumar & lambaskanki

– Gnocchi pasta, sveppir, parsillade kryddjurtasósa

Aðalréttur

– Steiktur þorskhnakki

– Gljáðar kartöflur, grænkál, sinnep, lambadjús

Eftirréttur

– Sítrus-ólífuollíu smákaka

– Vanilluskyrs-„fro yo“, rúgbrauðsmold.

Sítrusgrafin bleikja 2

Sítrusgrafin bleikja

2 meðalstór bleikjuflök

200 gr salt

100 gr sykur

5 gr fennel fræ, kramin

Börkur af einni sítrónu

Börkur af hálfri appelsínu

Bleikjan er roð- og beinhreinsuð og snyrt, öllu hráefninu blandað saman og dreift undir og yfir bleikjuna og látið liggja í 4-6 klukkustundir, eftir stærð bleikjuflaksins.