Hlutverk Sacha Baron Cohen í hlutverki einnar persónu sinnar.
Hlutverk Sacha Baron Cohen í hlutverki einnar persónu sinnar.
Leikarinn Sacha Baron Cohen, sem hefur gert persónur eins og hinn óheflaða Borat, rapparann prúða Ali G. og þýska gleðikónginn Bruno vinsælar, má að sögn stjórnenda Óskarsverðlaunanna mæta á verðlaunahátíðina.
Leikarinn Sacha Baron Cohen, sem hefur gert persónur eins og hinn óheflaða Borat, rapparann prúða Ali G. og þýska gleðikónginn Bruno vinsælar, má að sögn stjórnenda Óskarsverðlaunanna mæta á verðlaunahátíðina. Orðrómur var uppi í fjölmiðlum um að Cohen væri á bannlista verðlaunanefndarinnar en hann hefur mætt á viðburði og hátíðir í gervi t.d. Brunos á MTV-hátíðina og Borats á Toronto-kvikmyndahátíðina til að skemmta sjálfum sér og öðrum.