Stefán Jóhannsson ásamt styrkþegunum Guðbjörgu Erlingsdóttur og Helgu Ásgeirsdóttur.
Stefán Jóhannsson ásamt styrkþegunum Guðbjörgu Erlingsdóttur og Helgu Ásgeirsdóttur.
Námsstyrkjum hefur verið úthlutað úr námssjóði Stefáns Jóhannssonar.
Námsstyrkjum hefur verið úthlutað úr námssjóði Stefáns Jóhannssonar.

Í þetta sinn hlutu styrkina Guðbjörg Erlingsdóttir, ráðgjafi hjá Foreldrahúsi Vímulausrar æsku og Helga Ásgeirsdóttir, ráðgjafi hjá Teigi, Landspítala, til þátttöku í UKESAD-ráðstefnunni í London í maí.

Á ráðstefnunni er fjallað um nýjungar í meðferð áfengis- og vímuefnaneytenda. Koma helstu sérfræðingar í heiminum þar saman og miðla af reynslu sinni.