Töffarar Dwayne Johnson og Josh Hutcherson í myndinni Journey 2.
Töffarar Dwayne Johnson og Josh Hutcherson í myndinni Journey 2.
Fjórar nýjar myndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins um helgina. Ghost Rider: Spirit of Vengeance Í myndinni snýr Nicolas Cage aftur sem Johnny Blaze, sem seldi sál sína djöflinum fyrir líf læriföður síns.
Fjórar nýjar myndir verða frumsýndar í bíóhúsum landsins um helgina.

Ghost Rider: Spirit of Vengeance

Í myndinni snýr Nicolas Cage aftur sem Johnny Blaze, sem seldi sál sína djöflinum fyrir líf læriföður síns. Að þessu sinni er hann kominn til Austur-Evrópu og hefur hægt um sig þar til einstaklingar innan kirkjunnar hafa samband við hann í þeim tilgangi að bjarga lífi ungs drengs. Myndin fjallar um baráttu góðs og ills og er sannkölluð spennumynd með ævintýrablæ. Mark Neveldine og Brian Taylor fara með leikstjórn og í aðalhlutverkum eru Christopher Lambert, Nicolas Cage, Ciarán Hinds, Johnny Whitworth, Violante Placido og Idris Elba.

Rotten Tomatoes: 41%

IMDB: 59/100

Haywire

Þessi nýja spennumynd Steven Soderbergh fjallar um Mallory Kane sem starfa í laumi að ýmsum verkefnum sem ekki má fréttast af fyrir hin ýmsu stjórnvöld um allan heim. Í einu verkefni hennar fer allt úrskeiðis og hún uppgötvar að hafa verið svikin og þarf eftir það að komast heim til Bandaríkjanna til að vernda fjölskyldu sína og huga að hefndum þeirra er sviku hana. Með aðalhlutverk í myndinni fara Antonio Banderas, Bill Paxton, Ewan McGregor, Mathieu Kassovitz, Michael Douglas, Channing Tatum, Michael Fassbender og Gina Carano.

Rotten Tomatoes: 80%

IMDB: 73/100

Journey 2: The Mysterious Island

Hér er á ferðinni fjölskyldu og ævintýramynd með Michael Caine, Dwayne Johnson „The Rock“, Josh Hutcherson og Vanessu Hudgens. Myndin fjallar um Sean Anderson ungan mann sem er staðráðinn í að hafa upp á afa sínum sem hvarf sporlaust við leit sína að ævintýraeyju. Sean er viss um að afi hans hafi fundið eyjuna en geti ekki látið vita af sér og hyggur því á leiðangur í leit að eyjunni og afa sínum. Myndinni leikstýrir Brad Peyton sem m.a. hefur leistýrt Cats & Dogs: The Revenge of Kitty Galore.

Rotten Tomatoes: 55%

IMDB: 66/100