24. febrúar 1847 Bæjarfógetinn í Reykjavík varaði borgarana við óreglu og auglýsti: „Þeir sem drekka og drabba, samt styðja daglega krambúðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátækrasjóði.“ 24.

24. febrúar 1847

Bæjarfógetinn í Reykjavík varaði borgarana við óreglu og auglýsti: „Þeir sem drekka og drabba, samt styðja daglega krambúðarborðin, verða skrifaðir í bók og fá engan styrk úr fátækrasjóði.“

24. febrúar 1863

Forngripasafn Íslands var stofnað. Helsti hvatamaðurinn var Sigurður Guðmundsson málari. Á fimmtíu ára afmæli safnsins var nafni þess breytt í Þjóðminjasafn Íslands.

24. febrúar 1924

Tuttugu þingmenn stofnuðu Íhaldsflokkinn. Eitt helsta stefnumál hans var að draga úr ríkisumsvifum. Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn sameinuðust fimm árum síðar undir nafni Sjálfstæðisflokksins.

24. febrúar 1924

Líkneskið af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli í Reykjavík var afhjúpað að viðstöddu fjölmenni. Styttan, sem er eftir Einar Jónsson, var reist að frumkvæði Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur.

24. febrúar 2006

Framkvæmdir hófust við hæstu byggingu landsins, Turninn við Smáratorg í Kópavogi. Húsið er 20 hæðir og 78 metra hátt.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.