Enn er leitað að líkum sjö manna sem saknað er eftir að skemmtiferðaskipið Costa Concordia sökk undan ströndum ítölsku eyjunnar Giglio í janúar. Lík fimm ára stúlku fannst í fyrradag, faðir hennar fórst í slysinu.
Enn er leitað að líkum sjö manna sem saknað er eftir að skemmtiferðaskipið Costa Concordia sökk undan ströndum ítölsku eyjunnar Giglio í janúar. Lík fimm ára stúlku fannst í fyrradag, faðir hennar fórst í slysinu. Sjö manns er enn saknað en 25 fórust með vissu er skipið strandaði. Um borð í Costa Concordia voru um 4.200 farþegar. Nú þykir sannað að skipstjórinn hafi verið ódrukkinn. kjon@mbl.is