Sölubann Frá 1950 er bannað að selja Óskarsverðlaunin og gildir það enn.
Sölubann Frá 1950 er bannað að selja Óskarsverðlaunin og gildir það enn. — AP
Fimmtán óskarsverðlaunastyttur verða á uppboði í næstu viku í Los Angeles, tveimur dögum eftir Óskarsverðlaunahátíðina. Nate D.
Fimmtán óskarsverðlaunastyttur verða á uppboði í næstu viku í Los Angeles, tveimur dögum eftir Óskarsverðlaunahátíðina. Nate D. Sanders, uppboðssalinn sem sér um söluna, segir hana vera þá stærstu til þessa, því aldrei hafa jafn margar styttur verið seldar á uppboði áður og áætlað að þær seljist fyrir rúmar 250 milljónir króna. Stytturnar sem eru til sölu voru afhentar fyrir myndir á borð við Wuthering Heights og The Best Years of Our Lives en báðar fengu verðlaunin fyrir 1950 en þá var tekið upp bann við sölu verðlaunanna. Listamenn sem hljóta óskarsverðlaunin í dag, og allt frá 1950, skrifa upp á samkomulag um að selja ekki verðlaunin neinum nema Akademíunni á 1 dollara eða 124 krónur. Fæstir sem hljóta verðlaunin eftirsóttu hafa þó í huga að selja þau frá sér enda ekki auðvelt að hljóta þau.