Nú í páskafríinu ætti að gefast ágætur tími til að nostra svolítið við sjálfan sig. Skrúbba líkamann og setja djúpnæringu í hárið, njóta þess að dekra svolítið við þetta hylki sem kemur okkur alla daga á milli staða.

Nú í páskafríinu ætti að gefast ágætur tími til að nostra svolítið við sjálfan sig. Skrúbba líkamann og setja djúpnæringu í hárið, njóta þess að dekra svolítið við þetta hylki sem kemur okkur alla daga á milli staða. Kanill ku vera allra meina bót og hér fylgir uppskrift að kanilskrúbb fyrir líkamann úr bókinni Náttúruleg fegurð, eftir Arndísi Sigurðardóttur, útgefandi Bókafélagið.

3 msk. lífrænn hrásykur

2 msk. sykur

4 msk. möndluolía

2 tsk. kanilduft

3 dropar ilmolía, að smekk

glerskál

Blandið öllu hráefninu nema ilmolíunni í skál. Hrærið vel saman og passið að það séu ekki kögglar í sykrinum eða kryddinu. Bætið svo ilmolíunni við, dropa fyrir dropa. Geymist vel í lokuðu íláti. Nuddið skrúbbnum á líkamann, með hringlaga hreyfingum, og skolið vel af í sturtunni.