Páskar og páskaegg, góður páskamatur og jafnvel smá páskabjór. Það er nærri fullt starf að borða yfir þessar helstu stórhátíðir eins og jól og páska. Ekki að ég kvarti þó nokkuð enda hef ég hina mestu unun af því að snæða.

Páskar og páskaegg, góður páskamatur og jafnvel smá páskabjór. Það er nærri fullt starf að borða yfir þessar helstu stórhátíðir eins og jól og páska. Ekki að ég kvarti þó nokkuð enda hef ég hina mestu unun af því að snæða. Það eru svo mörg skilningarvit sem fara á fullt. Augun nema krásir fyrir framan mann, nefið færir angan af því sem koma skal inn í meðvitundina og síðan fá bragðlaukarnir auðvitað allra skemmtilegasta hlutverkið að finna (vonandi) gott bragð.

Nýverið fylgdist ég með kokki elda mat við hliðina á mér þar sem ég sat í makindum á mánudegi (allir dagir eru laugardagar í fríi) í erlendri borg og naut lífsins. Kokkurinn steikti lauk af natni og bætti síðan við kjúklingi, en á eftir fylgdi rjómi, slatti af kryddjurtum og grænmeti og hverju því sem hann notaði til að krydda. Þannig urðu til litríkir og bragðgóðir pastaréttir á borð við þann sem þú sérð hér til hliðar. Gott pasta bara klikkar ekki. Það virðist vera ein af staðreyndum lífsins. Að borða góða skál af pasta er eins og að hjúfra sig undir teppi við arineld og láta halda notalega utan um sig. Svo vel ætti allur matur að láta manni líða.