[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson)fæddist í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá FB 1982.

Sjón (Sigurjón Birgir Sigurðsson)fæddist í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá FB 1982.

Hann var einn af forkólfum Me-dúsu, hóps ungra súrrealista í upp-hafi níunda áratugarins, var starfsmaður í Fellahelli 1979-85, einn af stofnendum listsmiðjunnar Gagn og gaman í Gerðubergi, var veraldlegur ráðgjafi útgáfufyrirtækisins One Little Indian 1995-97, andlegur ráðgjafi OZ.com 1997-99, var gestaprófessor við Freie Universität í Berlín 2007-2008 og hefur kennt við Listaháskólann í Reykjavík.

Ljóðabækur Sjóns eru Sýnir Yrk-ingar, 1978; Birgitta: hleruð símtöl, 1979; Madonna, 1979; Hvernig elskar maður hendur? (ásamt Matthíasi S. Magnússyni), 1981; Reiðhjól blinda mannsins, 1982; Sjónhverfingabókin, 1983; Oh! (isn't it wild), 1985; Drengurinn með röntgenaugun, ljóð 1978-1986, 1986; Leikfangakastalar sagði hún það er ckkert til sem heitir leikfangakastalar, 1986; Ég man ekki eitthvað um skýin, 1991; Myrkar fígúrur, 1998, og Söngur steinasafnarans, 2007.

Skáldsögur Sjóns: Stálnótt, 1987; Engill, pípuhattur og jarðarbcr,1989; Augu þín sáu mig, 1994; Með titrandi tár, 2001; Skugga-Baldur, 2003; Argóarflísin, 2005 og Rökkurbýsnir, 2008.

Barna- og unglingabækur Sjóns eru Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð 1937, 1989; Sagan af húfunni fínu, 1995; Númi og höfuðin sjö, 2000, og Sagan af furðufugli, 2002.

Leikrit Sjóns eru Tóm ást, fyrir Herranótt í MR, 1989; Keiluspil, ritað fyrir útskriftarhóp Leiklistarskólans, 1990; Ástir Bjartmars Ísidórs, Leikfélag Kvennaskólans 1991; Skuggaleikur, ópera í samvinnu við Karólínu Eiríksdóttur, frumflutt af Strengjaleikhúsinu 2006; Ufsagrýlur, frumsýnt af Lab Loka 2010; Tales from a Sea Journey, frumsýnt af New International Encounter 2011; The Motion Demon, ópera í samvinnu við Steingrím Rohloff, frumsýnd af Figura Ensemble 2011.

Þá gerði hann kvikmyndahandritið Allt er svo, sjónvarpsleikrit, hjá RÚV 1992, og Regína, ásamt Margréti Örnólfsdóttur, 2002. Auk þess handritin að Önnu og skapsveiflunum, 2007, og Reykjavik Whale Watching Massacre, 2009.

Hann gerði söngtexta fyrir söngvamyndina Dancer in the Dark, í samvinnu við Lars von Trier, hefur gert texta á plötum Bjarkar Guðmundsdóttur og á ýmsum öðrum hljómplötum, og gaf út slagarann Luftgítar, undir nafninu Johnny Triumph, í samvinnu við Sykurmolana og hljómdiskinn Kanildúfur, með Baldri J. Baldurssyni, útg. 1998.

Sjón hefur haldið nokkrar einka-sýningar á myndverkum; í Skruggu-búð 1982; Gallerýi Langbrók 1985; Gallerí Kinoshita (Liége)

1989; Laugavegi 22, 1991 og í Gallcrí Gangi 2002.

Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála og tilnefnd til bókmenntaverðlauna víða um heim. Hann hlaut Menningarverðlaun DV 1995; Viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1998; Menningarverðlaun DV 2002; tilnefningu til Óskarsverðlauna 2001 og Golden Globe-verðlaunanna 2001, ásamt Björk og Lars von Trier, í flokknum besta frumsamda sönglag í kvikmynd: I've seen it all, og hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, 2005, fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Sjón hefur setið í stjórn Smekkleysu frá 1998, er forseti PEN á Íslandi, formaður stjórnar Bókmenntaborgar UNESCO, situr í stjórn Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík og er fulltrúi í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Fjölskylda

Eiginkona Sjóns er Ásgerður Júníusdóttir, f. 26.9. 1968, söngkona. Hún er dóttir Guðrúnar Guðlaugsdóttur, f. 20.7. 1944, blaðamanns, og Júníusar Kristinssonar, f. 12.2. 1944, d. 7.1. 1983, sagnfræðings.

Börn Sjóns og Ásgerðar eru Júnía Líf Maríuerla, f. 21.7. 1992, og Flóki, f. 30.4. 1999.

Hálfsystkini Sjóns, samfeðra, eru Ragnheiður, f. 30.5. 1968; Gísli, f. 13.9. 1970; Ragnar, f. 23.9. 1974; Jóhann Örn, f. 10.6. 1976.

Foreldrar: Áslaug Jónína Sverrisdóttir, f. 24.9. 1936, fyrrv. bankastarfsmaður, og Sigurður Geirdal Gíslason, f. 4.7, 1939, d. 29.11. 2004, bæjarstjóri í Kópavogi.