1. febrúar 2013 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Kæra vegna samskipta við trúfélög

• Samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við leik- og grunnskóla og frístundaheimili borgarinnar standast ekki lög

<strong>Kæra</strong> Samtökin starfa óháð stjórn- trúarsiði samfélagsins. málaflokkum og trúfélögum.
Kæra Samtökin starfa óháð stjórn- trúarsiði samfélagsins. málaflokkum og trúfélögum.
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.
Þórunn Kristjánsdóttir

thorunn@mbl.is

Stjórn félagsins Nemendur og trú hyggst leggja fram kæru um helgina til umboðsmanns Alþingis þess efnis að reglur Reykjavíkurborgar um samskipti trú- og lífsskoðunarfélaga við leik- og grunnskóla og frístundaheimili borgarinnar standist hvorki lög né sáttmála.

Stjórn félagsins Nemendur og trú bað menntamálaráðuneytið um umsögn um hvort reglurnar stæðust grunnskólalög. „Við fengum þau svör frá menntamálaráðuneytinu að það væri ekki að hlutast til um ákvarðanir sveitarfélaga,“ segir Dögg Harðardóttir, formaður stjórnar Nemenda og trúar.

Þess var farið á leit við innanríkisráðuneytið að skoða hvort reglurnar stæðust mannréttindi; almenn réttindi foreldra og barna. „Þar var gefið upp að svarið gæti tafist vegna anna. Við höfum ekkert heyrt síðan í byrjun nóvember,“ segir Dögg.

Í kjölfar svara frá menntamálaráðuneytinu sendi stjórn félagsins Nemenda og trúar efnislegar athugasemdir við reglurnar til skóla og frístundasviðs. „Síðar hvöttum við það til að afnema reglurnar,“ segir Dögg enn fremur.

Verður ekki skilið að

„Það er verið að taka trúarmenninguna og gera að jaðarmenningu. Það er bara yfirgangur,“ segir Björn Erlingsson, sóknarnefndarmaður í Grafarvogskirkju. Björn segir að guðrækni milli kirkju, skóla og heimila sé menningarstarf; barnamenning. „Pólistísk rétthugsun í hvað telst vera viðurkennd barnamenning eða ekki í skilningi reglnanna er hæpin. Börnin eiga rétt á að samfélagið styðji þau í að rækta þá menningu sem þau eru sprottin úr, þar með talið trúna. Þetta verður ekki skilið að,“ segir Björn.

Greinargerð
» Stjórn Nemenda og trúar segja reglurnar brjóta gegn foreldrarétti og vera óviðeigandi, óréttmæta og ólöglega íhlutun í menningar- og trúarlíf barna í þeirra eigin skóla og frístundaumhverfi.
» Að auki er bent á að Reykjavíkurborg bregðist skyldum sínum við að stuðla að þroska barna í trúar- og menningarlegum efnum í samræmi við trúarsiði samfélagsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.