Tónlistarveitan Rdio.com er nú fáanleg á Íslandi. Rdio hefur notið töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur undanfarið verið að sækja í sig veðrið í Evrópu.

Tónlistarveitan Rdio.com er nú fáanleg á Íslandi. Rdio hefur notið töluverðra vinsælda í Bandaríkjunum og hefur undanfarið verið að sækja í sig veðrið í Evrópu. Tónlistarsafn Rdio telur rúmlega 18 milljón lög, samanborið við Spotify sem býður upp á rúmlega 20 milljón lög, en sú þjónusta er ekki í boði hér á landi.

Ekki fékkst nákvæm tala um fjölda laga í boði á Tónlist.is, en sú veita er eftir sem áður með mest úrval íslenskrar tónlistar.

Áskrift að Rdio.com kostar 860 krónur á mánuði yfir netið en 1.720 krónur ef bætt er við áskrift úr snjallsíma líka. Áskrift hjá Tónlist.is kostar 1.699 krónur á mánuði, snjallsímaáskrift innifalin.