11. febrúar 2014 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Dagur íslenska táknmálsins í dag

Táknmál Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í dag.
Táknmál Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í dag. — Morgunblaðið/Jim Smart
Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í dag í annað skipti. Hefur mennta- og menningarmálaráðherra sent bréf í alla skóla landsins þar sem kennarar eru hvattir til að nýta daginn til að kynna íslenskt táknmál fyrir skólabörnum.
Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í dag í annað skipti.

Hefur mennta- og menningarmálaráðherra sent bréf í alla skóla landsins þar sem kennarar eru hvattir til að nýta daginn til að kynna íslenskt táknmál fyrir skólabörnum.

Þá munu málnefnd um íslenskt táknmál og Rannsóknastofa í táknmálsfræðum standa fyrir málþingi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 15-18. Yfirskrift málþingsins er Tveir heimar mætast. Dagskrána má meðal annars finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.

Starfsfólk táknmálssviðs Hlíðaskóla mun standa fyrir ýmsum viðburðum fyrir starfsfólk og nemendur skólans í tilefni dagsins, s.s. táknmálssöng yngstu nemendanna og myndbandasýningum.

Í leikskólanum Sólborg í Reykjavík verður haldið upp á daginn með ýmsum hætti með börnum, foreldrum og starfsfólki, s.s. með ljóðaflutningi barna og starfsfólks og sögustund á íslensku táknmáli.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.