Píanó Shoko Hayashizhaki og Michael Hagemann spila verk eftir Wagner.
Píanó Shoko Hayashizhaki og Michael Hagemann spila verk eftir Wagner.
Föstudaginn 8. ágúst kl. 18 efna Norræna húsið og Wagnerfélagið til tónleika.

Föstudaginn 8. ágúst kl. 18 efna Norræna húsið og Wagnerfélagið til tónleika. Þýska píanódúóið Michael Hagemann og Shoko Hayashizhaki munu leika fjórhent tólf píanóútsetningar úr óperunni Parsifal, eftir þýska tónskáldið Engelbert Humperdinck, sem þekktastur er fyrir óperu sína Hans og Grétu . Humperdinck var í Bayreuth 1882, þegar Parsifal var frumsýnd. Hann varð fyrir áhrifum frá óperunni, skrifaði þetta verk og tileinkaði það Wagnerfjölskyldunni. Hayashizhaki og Hagemann hafa starfað saman í 25 ár allt frá námsárum þeirra í Freiburg. Þau hafa tekist á við fjölbreytt verkefni og sýnt frumleika í efnisvali sem hefur vakið bæði athygli og aðdáun áheyrenda. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.

gith@mbl.is