Rigning Júlí var mjög blautur í ár.
Rigning Júlí var mjög blautur í ár. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nýliðinn júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Um landið vestan- og sunnanvert var sérstaklega lítið um þurrka auk þess sem þar var sólarlítið. Segir frá þessu á vef Veðurstofu Íslands.

Nýliðinn júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Um landið vestan- og sunnanvert var sérstaklega lítið um þurrka auk þess sem þar var sólarlítið. Segir frá þessu á vef Veðurstofu Íslands.

Í byrjun og lok mánaðarins var fremur kalt á landinu en að öðru leyti var hlýtt um allt land, hlýjast við norðurströndina sem og á mestöllu Norðaustur- og Austurlandi. Júlímánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga 1874 í Grímsey.

Meðalhitinn í Reykjavík var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en 0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins árin 1961 til 1990. Var hiti á Akureyri 1,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára en þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga þar 1881. Meðalhiti júlímánaðar í Stykkishólmi var 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára.