Endurnýting Sýningin er haldin á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Endurnýting Sýningin er haldin á Amtsbókasafninu á Akureyri.
Á Amtsbókasafninu hefur verið sett upp sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti. Listamennirnir leggja sig mikið fram við að endurvinna og endurhanna.
Á Amtsbókasafninu hefur verið sett upp sýning þar sem fimm konur sýna hvernig gamlir hlutir, gömul föt og jafnvel skyndibitaumbúðir geta breyst í listaverk eða nytjahluti. Listamennirnir leggja sig mikið fram við að endurvinna og endurhanna. Þær eru Eygló Antonsdóttir sem er með draumafangara og teiknimyndasögur, Halla Birgisdóttir með mósaík, krossa og hjörtu, Helga Björg Jónasardóttir með barnaföt, Halldóra Björg Sævarsdóttir með kjóla og Jónborg Sigurðardóttir með blómapotta og slæðukjól. Skilaboð þessara skapandi kvenna er að hætta eigi að henda og reyna þess í stað að finna hlutum nýtt hlutverk. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin á afgreiðslutíma safnsins.