Ófeigur Sigurðsson
Ófeigur Sigurðsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Er þetta í 15. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Er þetta í 15. sinn sem verðlaunin eru veitt. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi starfsfólks bókaverslana, sem heldur utan um verðlaunin, bárust atkvæði frá 55 starfsmönnum í bókaverslunum sem versla með bækur allan ársins hring og eru víðs vegar um landið. Alls voru veitt verðlaun í níu flokkum.

Besta íslenska skáldsagan

1. Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson

2. Kata eftir Steinar Braga

3.-4. Koparakur eftir Gyrði Elíasson

3.-4. Vonarlandið eftir Kristínu Steinsdóttur

Íslenskar ungmennabækur

1. Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur

2. Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson

3. Freyjusaga 2 – Djásn eftir Sif Sigmarsdóttur

Íslenskar barnabækur

1. Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson

2. Fuglaþrugl og naflakrafl eftir Sigrúnu Eldjárn og Þórarin Eldjárn

3.-4. Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson

3.-4. Skrímslakisi eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal

Handbækur / fræðibækur

1. Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson

2. Sveitin í sálinni eftir Eggert Þór Bernharðsson

3. Reykjavík sem ekki varð eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg

Besta ævisagan

1.-2. Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson

1.-2. Svarthvítir dagar eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur

3. Hans Jónatan eftir Gísla Pálsson

Besta ljóðabókin

1. Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur

2. Drápa eftir Gerði Kristnýju

3. Velúr eftir Þórdísi Gísladóttur

Besta þýdda skáldsagan

1. Náðarstund eftir Hönnuh Kent

2. Lolita eftir Vladimir Nabokov

3. Lífið að leysa eftir Alice Munro

Þýddar ungmennabækur

1. Eleanor og Park eftir Rainbow Rowell

2. Skrifað í stjörnurnar eftir John Grenn

3.-4. Arfleifð eftir Veronicu Roth

3.-4. Rauð sem blóð eftir Salla Simukka

Þýddar barnabækur

1. Rottuborgari eftir David Walliams

2. Hvað gerðist þá? eftir Tove Jansson

3. Þegar litirnir fengu nóg eftir Drew Daywalt