Dýrar handtöskur eru greinilega áhugaverður fjárfestingarkostur.
Dýrar handtöskur eru greinilega áhugaverður fjárfestingarkostur.
Stöðutáknið Það getur verið erfitt að finna réttu jólagjöfina handa konunni sem á allt. Þeir sem eiga sand af seðlum geta mögulega einfaldað leitina með því að fara á handtöskuuppboð Christie's í New York.

Stöðutáknið Það getur verið erfitt að finna réttu jólagjöfina handa konunni sem á allt. Þeir sem eiga sand af seðlum geta mögulega einfaldað leitina með því að fara á handtöskuuppboð Christie's í New York. Fer uppboðið fram í Rockefeller-byggingunni hinn 11. desember.

Til sölu verða hvorki fleiri né færri en 223 töskur af dýrustu gerðum. Er reiknað með að ódýrustu töskurnar verði slegnar á um 1.000 dali en sú dýrasta fari á allt að 150.000 dali, jafnvirði rétt tæplega 20 milljóna króna. Dýrasta taskan er einmitt á myndinni hér til hliðar, dýrindis, glansandi svört Birkin-taska frá Hermès framleidd árið 2013. Lás og sylgja eru úr hvítagulli og skreytt með ametyst-steinum.

Þeir sem ekki ná að krækja í töskuna á uppboðinu geta huggað sig við að þar verða til sölu 188 aðrar töskur frá Hermès og margar þeirra Birkin-töskur. ai@mbl.is