Til Neskaupstaðar Nýr Beitir NK, bar áður nafnið Gitte Henning.
Til Neskaupstaðar Nýr Beitir NK, bar áður nafnið Gitte Henning.
Tvö ný uppsjávarskip eru væntanleg til landsins næstu daga. Von er á Víkingi AK, nýju skipi HB Granda, til Akraness fyrir lok þessarar viku og stefnt er að því að Beitir, skip Síldarvinnslunnar, komi til Neskaupstaðar fyrir jól.
Tvö ný uppsjávarskip eru væntanleg til landsins næstu daga. Von er á Víkingi AK, nýju skipi HB Granda, til Akraness fyrir lok þessarar viku og stefnt er að því að Beitir, skip Síldarvinnslunnar, komi til Neskaupstaðar fyrir jól.

,,Siglingin hefur gengið mjög vel. Við höfum verið með meðvind svo til alla leiðina og algengur siglingarhraði er um 13,5 til 14,0 mílur. Að öllu forfallalausu ættum við að vera í heimahöfn á Akranesi fyrir næstu helgi,“ er haft eftir Albert Sveinssyni, skipstjóra á Víkingi AK, á heimasíðu HB Granda.

Um miðjan dag í gær var skipið suður af Írlandi. Lagt var af stað frá Tusla við Istanbul að kvöldi 5. desember sl. og á föstudag var farið um Gíbraltarsund og út á Atlantshaf. Víkingur er systurskip Venusar sem kom til landsins í vor.

Stærsta uppsjávarskipið

Síldarvinnslan í Neskaupstað festi í haust kaup á danska uppsjávarskipinu Gitte Henning og gekk Beitir NK 123 upp í kaupin. Skipið er smíðað í Litháen og kom nýtt til Danmerkur í apríl 2014. Það er 86,3 metrar að lengd, 17,6 metrar að breidd og 4.138 brúttótonn. Skipið verður stærsta uppsjávarskipið í íslenska flotanum.

Seljendur Gitte Henning hafa skrifað undir smíðasamning á nýju skipi, sem er stærra en Beitir eða 90,45 metra langt og 17,8 metra breitt. Hyggjast þeir gera Beiti út á meðan á smíði þess stendur. Það skip mun þá verða stærsta uppsjávarskip sem byggt hefur verið og á að bera 3600 t. af hráefni. aij@mbl.is

Eftirfarandi birtist einungis
í Gagnasafni Morgunblaðsins á Netinu: