Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Ísland verður í A-riðli með Danmörku, Belgíu og Kanada í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna þegar mótið fer fram næsta vor. Ísland mætir því Kanada í fyrsta sinn í sögunni.
Ísland verður í A-riðli með Danmörku, Belgíu og Kanada í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna þegar mótið fer fram næsta vor. Ísland mætir því Kanada í fyrsta sinn í sögunni. Í B-riðli leika Brasilía, Nýja-Sjáland, Rússland og Portúgal, en átta þátttökuþjóðir eru á mótinu í stað 12 eins og síðustu ár. Þrjú af sterkustu löndum heims; Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland, verða ekki með nú.

Andstæðingar Margrétar Láru Viðarsdóttur og félaga í íslenska landsliðinu hafa mismikla reynslu af því að spila á Algarve. Belgía tekur þátt á mótinu í fyrsta sinn og Kanada hefur keppt á því fjórum sinnum, síðast árið 2003. Danmörk hefur verið með frá fyrsta móti, 1994. Kanada er í 11. sæti heimslistans, Danmörk í 14., Ísland í 19. og Belgía í 28. sæti. sindris@mbl.is