Útgerðarfólk Hjónin Katrín Gísladóttir og Jóhann Rúnar Kristinson og milli þeirra í stólnum er sonur þeirra, Arnar Laxdal, sem er skipstjóri,
Útgerðarfólk Hjónin Katrín Gísladóttir og Jóhann Rúnar Kristinson og milli þeirra í stólnum er sonur þeirra, Arnar Laxdal, sem er skipstjóri, — Morgunblaðið/Alfons Finnsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Særifið er traustur bátur sem fer vel með mannskap.
„Særifið er traustur bátur sem fer vel með mannskap. Aðstaða og búnaður á að stuðla að gæðum aflans, en æ meiri kröfur eru nú gerðar til þess hráefnis sem komið er með að landi,“ segir Arnar Laxdal Jóhannsson skipstjóri en nýr bátur, Særif SH 25, kom til heimahafnar í Rifi um helgina. Eigandi bátsins og útgerð er Melnes hf., fyrirtæki sem er í eigu fjölskyldu Arnars. Þar eru í aðalhlutverki foreldrar hans, þau Jóhann Rúnar Kristinsson og Katrín Gísladóttir.

„Við áttum minni bát fyrir sem við látum nú frá okkur. Fyrir lítið fjölskyldufyrirtæki er þetta mikil fjárfesting en þó óumflýjanleg þegar hugsað er til framtíðar. Við teljum okkur ráða vel við þetta, höfum nægar aflaheimildir og erum að fiska þetta 800-900 tonn á ári,“ segir Arnar Laxdal. Afla segir hann að mestu leyti fara til vinnslustöðva sem eru í föstum viðskiptum við útgerðina.

Særifið var smíðað 2012. Báturinn var til skamms tíma gerður út frá Bolungarvík og hét þá Hálfdán Einarsson ÍS. Þetta er 30 tonna og 15 metra langur bátur sem er vel búinn öllum tækjum og búnaði. Gert er út á línu og í gærdag voru Arnar og áhöfn hans út af Öndverðanesi.

„Við sækjum því stíft á sjóinn, eða eins og gefur. Tökum okkur ekki pásu fyrr en þremur til fjórum dögum fyrir jól,“ segir Arnar sem hefur verið til sjós síðan hann var unglingur. sbs@mbl.is