Krakkar Nói og Viktoría í lúsíuskrúða í Snædal.
Krakkar Nói og Viktoría í lúsíuskrúða í Snædal.
Þættirnir Jól í Snædal sem eru nú á RÚV hafa farið víða frá því þeir voru frumsýndir árið 2006 á NRK. Þættirnir eru talsettir og hafa áður verið sýndir hér. Börn stækka líka fljótt svo mörg þeirra eru að sjá þættina í fyrsta sinn.
Þættirnir Jól í Snædal sem eru nú á RÚV hafa farið víða frá því þeir voru frumsýndir árið 2006 á NRK. Þættirnir eru talsettir og hafa áður verið sýndir hér. Börn stækka líka fljótt svo mörg þeirra eru að sjá þættina í fyrsta sinn. Þeir eru sérstaklega skemmtilegir og eru í alvöru líka ánægjulegir fyrir foreldrana en sjónvarpsefni sem fjölskyldan getur horft á saman er alltaf þakklátt. Norðmenn halda líka uppá þessa þáttaröð en hún var endursýnd hjá þeim 2009 og 2013 og verður sýnd aftur 2017. Þátturinn 13. desember var að vonum tileinkaður Lúsíuhátíðinni og það var alveg hægt að bæði hlæja og gráta yfir honum. Danski þátturinn Tímaflakkið er líka mjög skemmtilegur. Hann er með texta en alveg nógu spennandi til að halda athygli þeirra sem geta ekki lesið textann. Það var mjög fyndið að fylgjast með því hvernig aðalsöguhetjunni Sofie tókst að koma í veg fyrir Kanaríferð fjölskyldunnar með því að útvarpa tilkynningu um að flugi væri aflýst vegna öskuskýs frá Íslandi. Hinn alíslenski Klukkur um jól hóf síðan göngu sína með nógu miklu ósætti til að hægt sé að vonast eftir sáttum í sönnum jólaanda í lokaþættinum.

Inga Rún Sigurðardóttir