[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Listakonan Kristjana Skagfjörð Williams hlaut í vikunni ensk verðlaun fyrir best myndskreyttu bókina fyrir 7-11 ára börn, The Wonder Garden . Verðlaunin eru veitt af samtökunum The English Association og nefnast English 4-11 Picture Book Awards.
Listakonan Kristjana Skagfjörð Williams hlaut í vikunni ensk verðlaun fyrir best myndskreyttu bókina fyrir 7-11 ára börn, The Wonder Garden . Verðlaunin eru veitt af samtökunum The English Association og nefnast English 4-11 Picture Book Awards. Jenny Broom skrifaði texta bókarinnar sem fjallar um dýralíf ólíkra staða heimsins, m.a. í Amason-regnskóginum. Kristjana stundaði nám í grafískri hönnun og myndskreytingum við lista- og hönnunarháskólann Central St. Martin's í Lundúnum og frá árinu 2012 hefur fyrirtæki hennar, Kristjana S. Williams Studio, framleitt listaverk, húsgögn o.fl. skreytt verkum hennar. Myndskreytingar hennar minna á ætingar frá Viktoríutímabilinu og er litrík náttúra þar í stóru hlutverki, að því er fram kemur á vefsíðunni kristjanaswilliams.com þar sem sjá má verk eftir Kristjönu. Verk Kristjönu hafa vakið mikla athygli og hefur hún hlotið verðlaun fyrir þau.