Bikarmeistarar Vals fengu eitt erfiðasta verkefnið í gær þegar dregið var til 32ja liða úrslitanna í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Valsmenn, sem unnu KR 2:0 í úrslitaleiknum í fyrra, leika við Fjölni á útivelli.

Bikarmeistarar Vals fengu eitt erfiðasta verkefnið í gær þegar dregið var til 32ja liða úrslitanna í Borgunarbikar karla í knattspyrnu.

Valsmenn, sem unnu KR 2:0 í úrslitaleiknum í fyrra, leika við Fjölni á útivelli.

Það er annar tveggja innbyrðis leikja úrvalsdeildarliða en tvö efstu liðin, Stjarnan og Víkingur frá Ólafsvík, drógust saman.

Kría frá Seltjarnarnesi, sem leikur í 4. deild og er í 32ja liða úrslitum í fyrsta skipti, fékk heimaleik gegn Breiðabliki.

Þessi lið drógust saman, deildir innan sviga. Leikið 25. og 26. maí:

Stjarnan – Víkingur Ó.

ÍBV – Huginn (1)

Fram (1) – HK (1)

Víðir (3) – Sindri (2)

FH – KF (2)

Fjölnir – Valur

Kría (4) – Breiðablik

Grindavík (1) – KA (1)

ÍA – KV (2)

KR – Selfoss (1)

Haukar (1) – Víkingur R.

Reynir S. (3) – Vestri (2)

Keflavík (1) – Fylkir

Grótta (2) – Augnablik (4)

Þróttur R. – Völsungur (2)

Leiknir R. (1) – KFG (4)