[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
S norri Steinn Guðjónsson , landsliðsmaður í handknattleik, er einn þriggja bestu leikstjórnenda í frönsku 1. deildinni í handknattleik á þessari leiktíð.

S norri Steinn Guðjónsson , landsliðsmaður í handknattleik, er einn þriggja bestu leikstjórnenda í frönsku 1. deildinni í handknattleik á þessari leiktíð. Val á úrvalsliði deildarinnar stendur nú yfir en hópur sérfræðinga um handbolta hefur útnefnt þrjá bestu leikmenn í hverri stöðu sem síðan verður kosið á milli. Snorri Steinn er ekki í amalegum hópi þriggja bestu leikstjórnendanna. Hinir tveir sem útnefndir eru í stöðu leikstjórnenda eru frönsku landsliðsmennirnir Daniel Narcisse og Nikola Karabatic .

Oklahoma City Thunder gerði sér lítið fyrir og sló San Antonio Spurs út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar í fyrrinótt. Oklahoma hafði betur í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum 113:99 og samtals 4:2. Oklahoma mætir ríkjandi meisturum í Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Kevin Durant fór hamförum og skoraði 37 stig en Kawhi Leonard var stigahæstur hjá San Antonio með 22 stig.

Danski knattspyrnumaðurinn Martin Svensson er genginn í raðir Víkings í Reykjavík. Svensson er 26 ára gamall kantmaður, þykir mjög fljótur og hefur leikið með Silkeborg, Randers, Viborg og Vejle í Danmörku. Hann á að baki 2 leiki fyrir U21-landslið Danmerkur.

Leiknismenn á Fáskrúðsfirði hafa fengið til sín spænskan varnarmann, Antonio Calzado , og hann er orðinn löglegur fyrir grannaslaginn gegn Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu sem fram fer á Reyðarfirði í dag. Calzado er 23 ára gamall og lék síðast með Écija Balopmié í fjórðu efstu deild á Spáni. Calzado kemur í staðinn fyrir Jonas Westmark frá Danmörku sem reyndist ekki í nægilegri æfingu þegar hann kom til Leiknismanna.

E mil Atlason , framherji knattspyrnuliðs Þróttar, leikur væntanlega ekki meira á þessu tímabili. Staðfest var í gær að hann hefði ökklabrotnað í leiknum við Stjörnuna í fyrrakvöld og hann verður líkast til frá keppni í fjóra til sex mánuði. „Maður er alveg eyðilagður, en svona gerist. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu og maður verður bara að koma sterkari til baka,“ sagði Emil við mbl.is í gær.

Knattspyrnumaðurinn Tómas Ingi Urbancic , sem hefur verið á mála hjá enska félaginu Reading undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við 1. deildar lið HK. Tómas er 19 ára gamall og var í láni hjá uppeldisfélagi sínu, Víkingi í Reykjavík, síðasta sumar og spilaði þá einn leik í Pepsi-deildinni og tvo bikarleiki. Tómas á að baki 12 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann er gjaldgengur með HK í dag þegar liðið sækir Leikni Reykjavík heim. Sömuleiðis varnarmaðurinn Atli Már Þorbergsson sem HK fékk lánaðan frá Fjölni í gær.

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson setti í gær Íslandsmet 20-22 ára þegar hann kastaði sleggjunni 71,52 metra á móti í Flórída, og fór jafnframt með sigur af hólmi í greininni. Gamla metið hafði staðið í tæplega níu ár en það átti Bergur Ingi Pétursson , FH, 70,30 metrar.