14. maí 1922 Aftaka norðanveður gekk um Vesturland og Norðurland (nefnt Krossmessugarðurinn). Fimm skip fórust og með þeim 55 sjómenn. 14. maí 1962 Veitingastaðurinn Múlakaffi við Hallarmúla í Reykjavík tók til starfa.
14. maí 1922
Aftaka norðanveður gekk um Vesturland og Norðurland (nefnt Krossmessugarðurinn). Fimm skip fórust og með þeim 55 sjómenn.
14. maí 1962
Veitingastaðurinn Múlakaffi við Hallarmúla í Reykjavík tók til starfa. Þá kostaði lambasteik með grænmeti 35 krónur en kalt hangikjöt með rjómakartöflum og Vínarsnitsel 40 krónur.
14. maí 2003
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff voru gefin saman á Bessastöðum, en hann varð 60 ára þennan dag.
14. maí 2005
Um tvö hundruð manns gengu á Hvannadalshnjúk í Öræfajökli og höfðu þeir aldrei verið fleiri. Morgunblaðið hafði efir einum þátttakenda að hópurinn hefði liðast upp á tindinn líkt og ormur.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson