Veiði Erling hefur landað rúmlega 270 tonnum af grálúðu á Dalvík.
Veiði Erling hefur landað rúmlega 270 tonnum af grálúðu á Dalvík. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vel gengur að veiða grálúðu í net um þessar mundir. Netabáturinn Erling KE-140 hefur verið á grálúðuveiðum fyrir norðan Kolbeinsey í sumar og hafa þær veiðar gengið afar vel. „Grálúðan hefur verið nokkuð erfið viðureignar í ár.

Vel gengur að veiða grálúðu í net um þessar mundir. Netabáturinn Erling KE-140 hefur verið á grálúðuveiðum fyrir norðan Kolbeinsey í sumar og hafa þær veiðar gengið afar vel. „Grálúðan hefur verið nokkuð erfið viðureignar í ár. Það hefur ekki gengið vel að veiða hana í troll en það hefur gengið ágætlega að veiða hana í net,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja.

Erling KE hefur landað rúmlega 270 tonnum af grálúðu á Dalvík í júlímánuði og er væntanlegur til hafnar á sunnudagsmorgun og því gæti heildarafli í júlí farið yfir 300 tonn ef vel gengur.

Kristján segir veiði í júlí almennt hafa verið góða en mest hefur veiðst af þorski og karfa. Erfitt sé þó að koma karfanum í verð eftir að lokað var fyrir útflutning til Rússlands. „Við fluttum 26% af útfluttum karfa til Rússlands svo það bítur að missa þann markað. Markaðurinn fyrir karfa í Suður-Evrópu er mjög lélegur,“ segir Kristján. elvar@mbl.is