Forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti Íslands frá 1996. Guðni tekur við af honum á mánudag.
Forseti Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti Íslands frá 1996. Guðni tekur við af honum á mánudag. — Morgunblaðið/Golli
Embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta spannar tvo áratugi af lífi þjóðarinnar. Þegar hann var settur í embætti 1996 var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin honum við hlið sem forsetafrú.

Embættistíð Ólafs Ragnars Grímssonar forseta spannar tvo áratugi af lífi þjóðarinnar. Þegar hann var settur í embætti 1996 var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heitin honum við hlið sem forsetafrú.

Þjóðin fékk síðar að kynnast Dorrit Moussaieff sem Ólafur gekk að eiga 2003. Langri forsetatíð fylgja ótal augnablik sem fest hafa verið á filmu. Í Sunnudagsblaði er farið yfir viðburðaríkan feril Ólafs Ragnars Grímssonar í máli og myndum en embættistíð hans lýkur formlega á miðnætti á sunnudag. Þá taka handhafar forsetavalds við þar til kl.16 á mánudag þegar Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands og sest í kjölfarið að á Bessastöðum ásamt eiginkonu sinni, Elizu Reid, og börnum þeirra. 11 og Sunnudagur