„Já, það eru fleiri hælisumsækjendur í júlímánuði í ár en í júlí í fyrra, í dag eru komnar 34 umsóknir í mánuðinum en í fyrra voru komnar 22 umsóknir á þessum tíma,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra...

„Já, það eru fleiri hælisumsækjendur í júlímánuði í ár en í júlí í fyrra, í dag eru komnar 34 umsóknir í mánuðinum en í fyrra voru komnar 22 umsóknir á þessum tíma,“ segir Kristín María Gunnarsdóttir, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar.

Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá afgreiddi Útlendingastofnun nærri jafnmargar hælisumsóknir á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 og allt árið 2015. Fimmtíu og þremur einstaklingum var veitt hæli eða önnur vernd á Íslandi en þar af voru Írakar fjölmennastir eða sautján talsins.

Í gær upplýsti Kristín María í samtali við Morgunblaðið að 34 umsóknir hefðu bæst við í júlímánuði.

274 umsóknir um hæli hafa verið lagðar fram nú þegar árið er rúmlega hálfnað en í fyrra voru umsóknirnar yfir allt árið 86. Kristín María segir að fjölgun hælisleitenda hafi verið nokkuð jöfn. „Síðasta haust kom flóðbylgja yfir Evrópu, við höfum fengið að finna fyrir þessu aðeins seinna en hin löndin eins og er oft með okkur út af staðsetningu og öðru.“ borkur@mbl.is