Dennis Schröder
Dennis Schröder
Körfuknattleiksmaðurinn Dennis Schröder mun ekki leika með þýska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins 2017.

Körfuknattleiksmaðurinn Dennis Schröder mun ekki leika með þýska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins 2017. Bakvörðurinn sterki og þýska körfuknattleikssambandið sendu frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem ástæðan er sögð vera aukið hlutverk Schröders með Atlanta Hawks í NBA-körfuboltadeildinni á næsta tímabili. Schröder lék gegn Íslandi á Eurobasket 2015 og var stigahæstur Þjóðverja með 16 stig í 71:65 sigri. Schröder mun þó leika með þýska landsliðinu í lokakeppninni, komist Þjóðverjar þangað. Íslenska landsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir undankeppnina sem hefst í lok ágúst. Ísland er með Sviss, Belgíu og Kýpur í riðli. bgretarsson@mbl.is