Tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, og Magnús Eiríksson munu efna til hljómleika í kvöld klukkan 22 á Café Rosenberg.
Tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, og Magnús Eiríksson munu efna til hljómleika í kvöld klukkan 22 á Café Rosenberg. KK og Magnús hafa starfað saman með hléum í fjörutíu ár eða allt frá því KK sótti um og fékk vinnu í Hljóðfæraversluninni Rín við Frakkastíg árið 1976, eins og segir í tilkynningu. Í kvöld munu þeir spila lög úr lagasafni hvors annars auk sameiginlegra laga sem þeir krydda með sögum.