Harvey Milk
Harvey Milk
Nýtt tankskip bandaríska sjóhersins, sem nú er í smíði, mun bera nafnið USNS Harvey Milk. Er það gert til að heiðra minningu stjórnmálamannsins Harvey Milk sem m.a. er þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra vestanhafs.

Nýtt tankskip bandaríska sjóhersins, sem nú er í smíði, mun bera nafnið USNS Harvey Milk. Er það gert til að heiðra minningu stjórnmálamannsins Harvey Milk sem m.a. er þekktur fyrir baráttu sína fyrir réttindum samkynhneigðra vestanhafs.

Sem ungur maður var hann í sjóhernum og tók m.a. þátt í Kóreu-stríðinu á sínum tíma. Árið 1977 tók hann sæti í borgarstjórn í San Francisco og varð fyrstur stjórnmálamanna í Bandaríkjunum til að greina frá því opinberlega að hann væri samkynhneigður.

Hann var árið 1978 myrtur ásamt borgarstjóranum George Moscone. Milk var 48 ára er hann lést.